Íslenska

Íslenska2017-08-22T12:11:27+00:00

Utsidan av Frilagret

Hvað er Frilagret?

Frilagret er menningarhúsið þitt í hjarta bæjarins og hér ert það þú sem ræður!

Þeir viðburðir sem eru skipulagðir hjá Frilagret eru tillögur, hugmyndir og óskir ykkar ungu skipuleggjenda á aldrinum 13 til 30 ára. Engu að síður þá eru allir óháð aldri velkomnir að heimsækja Frilagret og kynna sér starfsemina. Líttu við á kaffihúsið okkar, fáðu þér kaffibolla og tékkaðu á stemmingunni eða komdu á hina ýmsu viðburði sem hér eru skipulagðir eða af hverju ekki skipuleggja viðburð sjálf/ur?  Aðstaða okkar er sveigjanleg og það er hægt að redda flestu- hér getur þú til dæmis skipulagt  tónleika, fyrirlestra, hakkara hittinga, listasýningar, námskeið, tískusýningar og margt fleira. Það kostar ekkert að skipuleggja viðburð hjá Frilagret.

Ef þú ert með hugmynd sem þú vilt koma á framfæri þá endilega hafðu samband við okkur! Sendu okkur póst á frilagret@kultur.goteborg.se.

Velkomin!